100 daga hátíðin!

Neðri hæðin hjá okkur iðaði af almennri hamingju föstudaginn 7. janúar þegar 5 ára krúttin okkar héldu upp á að hafa verið í skólanum í 100 daga. Það var öllu til tjaldað og voru umsjónarkennararnir þeirra búnir að skreyta stofurnar og gangana þegar þau mættu í skólann. Það er ekki laust við að hljóðhimnur hafi titrað örlítið þegar þau stigu dans í salnum því kátínan var þvílík í hópnum.

Takk fyrir að senda þau til okkar!

Starfsfólk Ísakskóla