Skólasöngur Ísaksskóla

Það var okkar eigin Björk Sigurðardóttir, myndmenntakennari og píanóleikari með meiru sem samdi skólasönginn í tilefni af 90 ára afmæli Ísaksskóla árið 2016.
Undanfarin ár hafa þessir dásamlegu tónar flætt um skólahúsið. Glatt þannig og kætt bæði börn og fullorðna.

 

 

Skólasöngur
Lag og ljóð: Björk Sigurðardóttir
Samið í tilefni af 90 ára afmæli Ísaksskóla árið 2016

Með fjör í augum, framtíð bjarta,
fyrr en varir byrja
lítil börn með lungu´ og hjarta´
að leika sér og spyrja.

Í skóla fá þau svör og starf,
söng og gleði skarta,
visku, dyggð og von í arf,
í veganesti´ að narta. „

„Lífið er eins og lækur sprækur,
lesum fleiri´ og fleiri bækur.
Lífið er eins og lækur sprækur,
lesum fleiri bækur.“

Börnin ná í boltann sinn,
bjallan var að hringja,
úr frímínútum flykkjast inn
og fara svo að syngja.
Þau langar til að líða vel,
lesa, skrifa´ og reikna,
fá vinskap, hlýju´ og vinaþel,
í vinnubækur teikna.

„Lífið er eins og lækur sprækur,
lesum fleiri´ og fleiri bækur.
Lífið er eins og lækur sprækur,
lesum fleiri bækur.“