Föstudaginn 2. júní var sannarlega glatt á hjalla í Ísaksskóla. Kl 10:00 lögðu börnin öll sem eitt, land undir fót og þrömmuðu sem leið lá á Klambratún. Þar tók íþróttateymið okkar, Kiddi, Sóley og Matti Guðmunds á móti þeim. Þau voru búin að setja upp hvorki meira nér minna en 15 leikjastöðvar fyrir krakkana sem tóku strax til fótanna um leið og á túnið var komið og léku við hvern sinn fingur í
Síðasti kennsludagur er miðvikudagurinn 7. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur til kl. 13:25 hjá 5 ára og 14:00 hjá 6-9 ára. Skólaárinu lýkur með skólaslitum. Foreldrar/forráðamenn og fjölskyldur eru velkomnar í skólann að hlýða á tröppusöng. Kl. 13:30 Tröppusöngur 5 ára Kl. 14:00 Tröppusöngur 6-9 ára Engin frístund er að skólaslitum loknum. Sumarskólinn hjá 5 og 6 ára hefst mánudaginn 12.
Verkalýðsdagurinn er mánudaginn 1. maí og er almennur frídagur. Skipulagsdagur verður þriðjudaginn 2. maí. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Uppstigningadagur er fimmtudaginn 18. maí og er almennur frídagur. Föstudaginn 19. maí er einnig frídagur í Ísaksskóla, enginn skóli og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku. Leikjadagur verður föstudaginn 26. maí. Farið verður á Mikla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 8 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.