Skólavinir

Kolbrún Franklín og Elfa Björk Hreggviðsdóttir umsjónarkennarar hafa yfir-umsjón með verkefninu „Skólavinir“.

Verkefnið hefur það að leiðarljósi að efla félagsanda, samkennd nemenda og sporna gegn einelti. Markmiðið með verkefninu er fjórþætt:

  • að virkja nemendur til þátttöku í leikjum
  • að auka samskipti milli eldri og yngri nemenda
  • að eldri nemendur fái tækifæri til að hafa áhrif á líðan yngri nemenda í skólanum
  • að efla vitund nemenda um einelti og hvetja þá til að horfa ekki á heldur hjálpa ef þörf krefur

 

Nemendur í 4. bekk taka þátt í verkefninu og er þeim skipt í hópa sem fara út á skólalóð í hádegisfrímínútum. Nemendur fá að velja sér leiki á „Skólavinafundum“ með Kolbrúnu, sem þeir stjórna og leika sér sjálfir í á ákveðnum tímum. Á fundunum er einnig rætt hvernig gengur í frímínútum að stjórna leikjum, hvað er hægt að gera betur og bæta. Upp koma ýmis vandamál sem þarf að ræða og finna lausnir við. Þegar „Skólavinir eru úti fá þeir aðstoð frá kennara ef þeir þurfa t.d. að leysa deilur eða útskýra á leiki fyrir öðrum.

Nemendur þjálfa með sér jákvæða leiðtoga hæfileika í „Skólavina“ verkefninu þar sem þeir þurfa að vera jákvæðar fyrirmyndir og stjórna hópi nemenda í leik.

 

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.