Kæru foreldrar/forráðamenn.
Á sumrin gefst nemendum í 5 og 6 ára bekkjum tækifæri að sækja
Sumarskóla Ísaksskóla. Sumarskólinn hefst í byrjun júní, örfáum dögum eftir skólaslit og stendur fram í lok júlí.
Í Sumarskólanum eru íþróttir, leikir og styttri ferðir alls ráðandi. Það er starfsfólk skólans
sem heldur utan um starf Sumarskólans. Hægt er að skrá nemendur í eina viku í senn.
Að sjálfsögðu geta nemendur verið hjá okkur allar sex vikurnar. Heitur matur verður á
boðstólnum í hádeginu frá Krúsku.
————————————————————————————————-
Opnað verður fyrir umsóknir fyrir sumarið 2023 á vormánuðum.
Umsókn fyrir 5 ára börn búsett í Reykjavík
Umsókn fyrir 5 ára börn búsett utan Reykjavíkur
Umsókn fyrir 6 ára börn
————————————————————————————————-
Opnunartími:
Húsið er opið frá 8:00 til 17:00 mán.-fim. og til 16:00 á föstud.
Dagskráin er í gangi á milli 9:00 og 16:00.
Ekki er ætlast til að börnin séu lengur en 8 tíma á dag.
Matartími:
Þátttakendur þurfa að koma með ávaxtabita og síðdegishressingu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 553 2590
Einnig er hægt að senda póst á lara@isaksskoli.is