Föstudaginn 22. janúar var árleg Þorragleði haldin hátíðleg í Ísaksskóla. Þá komu börnin mörg hver í lopapeysu eða öðrum þjóðlegum klæðnaði. Þorralögin voru sungin og ómuðu allan skóla. Að lokum fengu börnin að smakka ekta þorramat sem þeim þótti bæði framandi og fyndið að fylgjast með hvort öðru renna niður sviðasultu, lundabgga, hákarli og hrútspungum svo eitthvað sé nefnt.