Kæru foreldrar/forráðamenn
Við viljum þakka öllum kærlega fyrir komuna á skólaslitin. Það var tilhlökkun í loftinu og vonandi fallegt og hlýtt sumar handan við hornið.
Við viljum minna á að enn eru óskilamunir í körfunum á göngum skólans sem við hvetjum ykkur til að skoða. Einnig eru nokkrar bekkjarmyndir enn á skrifstofunni. Skólinn verður opinn næstu vikur og auðvelt að koma við.
Skrifstofa Ísaksskóla verður lokuð frá og með miðvikudeginum 19. júní og opnar aftur mánudaginn 18. ágúst. Ef á þarf að halda er hægt að senda póst á siganna@isaksskoli.is eða hafa samband í síma 898 4019.
Sumarskólinn verður starfræktur til föstudagsins 11. júlí.
Fyrsti skóladagurinn á nýju skólaári hjá 6-9 ára nemendum verður föstudaginn 22. ágúst og fyrsti skóladagurinn hjá 5 ára nemendum verður föstudaginn 29. ágúst.
Öll 5 ára börn verða boðuð í viðtal í vikunni á undan og kynningafundur fyrir foreldra 5 ára barna verður fimmtudaginn 28. ágúst kl. 17:30.
Kynningafundur fyrir foreldra 6-9 ára verður þriðjudaginn 2. september kl. 17:30.
Þið fáið sendan póst frá okkur um miðjan ágúst með ýmsum upplýsingum um skólastarfið 2014-2015.
Með sumarkveðjum, starfsfólk Ísaksskóla