Heimildarmynd um Ísaksskóla verður frumsýnd í dag.
Hrefna Hallgrímsdóttir og Bragi Þór Hinriksson hafa unnið að gerð myndarinnar í tæp tvö ár og hefur þeim tekist að fanga brot af sögu skólans frá upphafi til dagsins í dag. Hrefna er gamall nemandi við skólann og börnin hennar hafa gengið í skólann og því mikill fengur fyrir skólann að hún hafi tekið að sér þetta mikilvæga verkefni. Hrefna og Bragi Þór hafa lagt á sig ómælda vinnu sem seint verður fullþökkuð.
Fyrir hönd skólans þakka ég Hrefnu og Braga Þór sérstaklega fyrir frábæra vinnu og öllum þeim sem komu að gerð myndarinnar og gerðu kleift að safna saman ómetanlegum sögulegum verðmætum sem koma til með að ylja um hjarta öllum þeim sem þykir vænt um skólann. Þá vil ég þakka öllum þeim sem tóku þátt í stofnun samtaka Vina Ísaksskóla sem stóð að myndarlegri fjáröflun vegna þessa verkefnis.
Myndin verður sýnd í Háskólabíó um helgina og hægt að kaupa miða hér.
Fyrir hönd skólans,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri