Í dag var dagur íslenskrar tungu.
Af því tilefni var haldin hátíð á sal skólans og fengum við til okkar góða gesti heimsókn. Það voru þau Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem komu og voru með stórskemmtilegt leik- og tónlistaratriði fyrir börnin.
Herdís og Steef koma fram undir nafninu Duo Stemma. Þeirra starf má kynna sér með því að smella hér
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.