Kæru foreldrar/forráðamenn
Ég vil minna alla foreldra/forráðamenn á að skólareglan er sú að fara í raðir úti á skólalóð í upphafi dags en ekki inn í skólahús. Þetta á við alla nemendur sem eru ekki í gæslu í Sólbrekku fyrir kl. 8:30 á morgana. Ástæðan fyrir þessu er sú að við höfum ekki starfsfólk til þess að gæta barnanna og þar við situr. Það á eitt yfir alla að ganga og því treysti ég á ykkur að virða þessa reglu. Sólbrekka hefur aðstöðu til að taka við fleiri nemendum á morgnana og ef á þarf að halda munum við bæta við starfsfólki.
Einnig þarf að árétta mikilvægi stundvísi. Skólinn byrjar kl. 8:30 og þá eiga allir nemendur að vera mættir. Erfitt er að byrja kennslustund þegar stöðugt er verið að taka á móti nemendum sem koma of seint.
Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir