Leiksýningin Ævintýrið um Augastein heimsótti skólann okkar í dag, miðvikudaginn 14. desember.
Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið, en í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð?
Börnin skemmtu sér alveg konunglega og mátti heyra saumnál detta milli þess sem hlátrasköllin glumdu á salnum.
Nánar um sýninguna hér