Kæru foreldrar/forráðamenn.
Við verðum á þjóðlegum nótum á morgun, föstudag. Tilefnið er Þorrinn. Að lokinni söngstund munu bekkirnir koma einn í einu með sínum kennara fram á sal þar sem þeir fá að bragða á hefðbundnum þorramat; hrútspungum, sviðasultu, hákarli og harðfiski.
Nemendur mega koma í lopapeysum í skólann.
Kær kveðja.
Starfsfólk Ísaksskóla