Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru mánudaginn 27., þriðjudaginn 28. febrúar og miðvikudaginn 1. mars. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á:
… bolludag mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti.
… sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall.
… öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma öll vopn heima. Þessi dagur er hefðbundinn fram yfir löngu frímínúturnar. Að þeim loknum tekur foreldrafélagið við og sér um skemmtiatriði á sal og í íþróttasal fram til kl.14:10. Frístundin tekur síðan við að dagskrá lokinni eins og alla aðra daga.
Með sól í sinni,
starfsfólk Ísaksskóla