Síðasti kennsludagur skólaársins er á morgun, miðvikudagurinn 7. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur. Skólaárinu lýkur með skólaslitum kl 13:30 og þá er foreldrum/forráðamönnum velkomið að koma og hlýða á tröppusöng. Að honum loknum fylgja börnin kennara sínum inn í skólastofu og kveðja þar. Engin frístund er að skólaslitum loknum.
Sumarskólinn (5 og 6 ára) hefst mánudaginn 12. júní kl. 8.
Með sumarkveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir