Kæru foreldrar/forráðamenn
Við minnum ykkur á námskynningar fyrir foreldra/forráðamenn kl. 17:30 á morgun. Þar mun Sigríður Anna skólastjóri m.a. kynna starfsfólk skólans og fara yfir ýmis hagnýt atriði varðandi skólagöngu barnanna. Foreldrar fylgja síðan umsjónarkennurum í sínar stofur þar sem farið verður yfir skólastarfið framundan. Þá kjósa foreldrar tvo bekkjarfulltrúa sem taka að sér að halda utan um bekkjarstarfið utan skólans. Undanfarin ár hafa kennarar séð um að skipuleggja tvö bekkjarkvöld á skólaárinu í samráði við bekkjarfulltrúa. Nú hefur verið gerð breyting þar á þannig að kennarar skipuleggja eitt bekkjarkvöld í skólanum en bekkjarfulltrúar sjá um að skipuleggja annan viðburð með bekknum utan skólans. Það er því mikilvægt að í hverjum bekk séu áhugasamir bekkjarfulltrúar og foreldrar sem taka virkan þátt ?
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á morgun,
starfsfólk Ísaksskóla