Kæru foreldrar/forráðamenn.
Ég vil minna ykkur á að fara varlega í umferðinni í kringum skólann, sérstaklega á morgnana. Það þarf að huga vel að litlum vegfarendum sem eru á leið í skólann sinn, bæði til okkar og í Háteigsskóla. Eins vil ég biðja ykkur að sýna nærgætni og leggja ekki bílunum þannig að umferð teppist á meðan þið farið með börnin inn í skólann. Nágrannar okkar eru mjög ósáttir ef lagt er í þeirra einkastæði og við höfum fengið óskemmtileg símtöl undanfarna daga þar að lútandi.
Til að allt gangi sem best fyrir sig bendi ég enn og aftur á að hægt er að leggja á stóra stæðið hjá Menntavísindasviði (Kennaraháskólanum) í morgunsárið og ganga síðan á milli húsanna yfir til okkar. Skrefin verða aðeins fleiri en börnin okkar öruggari.
Stöndum saman öll sem eitt.
Með góðum kveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir