Kæru vinir,
Við minnum á aðalfund Foreldrafélags Ísaksskóla sem verður haldinn í næstu viku, þriðjudagskvöldið 24. október kl 18:20. Það vantar fólk í stjórn og við hlökkum til að fá margmenni til að fylla þau skörð. Margar hendur vinna létta verk.
Áhugasamir geta tilkynnt framboð beint til formanns siggahrund@gmail.com eða á aðalfundi sjálfum.
Sama kvöld, kl 19:00 mun Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni halda fyrirlestur um kvíða barna. Yfir 50% af þeim 110 svörum sem bárust í forkönnun valdi efnistökin „kvíði barna“. Margar aðrar hugmyndir bárust sem við munum vinna betur með síðar.
Fyrirlesturinn verður með enskri samantekt (summary) inn á milli, en ástæða þess er að Ísaksskóli er með nálægt 50 tví/þrítyngdum börnum og er þetta okkar leið til að ná til foreldra þeirra. Gera má ráð fyrir að fyrirlesturinn taki uþb 1 klst.
Við hvetjum foreldra til að taka virkan þátt í Foreldrafélaginu á einn eða annan máta og fjölmenna á þennan glæsilega viðburð í næstu viku.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Foreldrafélag Ísaksskóla