Heil og sæl kæru vinir,
Ný stjórn Foreldrafélags Ísaksskóla 2017-18 var kosin í gær. Hana skipa eftirfarandi foreldrar/forráðamenn:
Foreldrafélag SÍJ | |||
---|---|---|---|
Díana Howlett | Formaður | foreldrafelag@isaksskoli.is | |
Anna Svava Knútsdóttir | Gjaldkeri | ||
Anna Hjartardóttir | Ritari | ||
Kristín F. Thorlacius | Meðstjórnandi | ||
Jón Hjörtur Brjánsson | Meðstjórnandi | ||
Kristín Þórarinsdóttir | Meðstjórnandi | ||
Stefanía Guðjónsdóttir | Meðstjórnandi | ||
Valdís Arnardóttir | Meðstjórnandi | ||
Það er aftur á móti alltaf kærkomið fyrir foreldra og forráðaaðila nemenda í Ísaksskóla að tengjast Foreldrafélaginu á beinan og óbeinan máta. Við fögnum öllum tillögum og allri þátttöku, enda eflir það okkar starf.
Fræðsluerindi var haldið í kjölfar aðalfundar – Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hélt erindi um kvíða barna.
Frekari upplýsingar má sjá á http://kms.is/litlakms-um-okkur/ og http://kms.is/almennt-um-kvidha/.
Báðir viðburðir voru ágætlega sóttir og þökkum við kærlega fyrir það.
Næstu viðburðir eru vildarkjör á aðventudaga Árbæjarsafns og leikhússýning á sal 13. desember.
Njótið haustsins og góða veðursins.
Foreldrafélag Ísaksskóla