Dagur Íslenskrar tungu var í gær 16. nóvember og að venju var hann haldinn hátíðlegur hér í Ísaksskóla.
Við fengum til okkar góðan gest. Það var hann Aðalsteinn Ásberg laga- og textahöfundur sem kom til okkar. Hann samdi meðal annars lögin: „Krúsílíus“ og „Vögguvísa handa pabba“ sem hafa verið á söngdagskránni hjá okkur. Að sjálfsögðu fluttum við þessi lög fyrir hann og hann launaði okkur greiðann með því að syngja fyrir okkur ?
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.