Kæru vinir,
Í fyrramálið er búist við vonskuveðri á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í efri byggðum og á Kjalarnesi. Við viljum koma eftirfarandi á framfæri samkvæmt tilkynningu 1 frá slökkviliðinu:
Röskun getur orðið á skólastarfi á morgun, þriðjudaginn 9. janúar, vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla – Við biðjum ykkur kæru foreldrar/forráðamenn að fylgja börnunum inn í skólann og í okkar hendur. Vegna hálkunnar treystum við því að þið farið varlega á leiðinni inn og enginn á að bíða úti á skólalóð fyrir kl. 8:30.
Bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Viðbúnaðarstig 1
Röskun á skólastarfi – foreldrar fylgi börnum í skóla
Röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs ef starfsfólk á erfitt með að komast í skóla. Við þessar aðstæður eru skólar engu að síður opnaðir og taka á móti nemendum og þeir geta dvalið þar á meðan skipulagt skólahald á að fara fram.
Mjög mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum til skóla og yfirgefi þau alls ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Í upphafi skóladags getur verið að mönnun skóla sé takmörkuð. Foreldrar geta þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum beiðnum vel.
Geisi óveður við lok skóladags er metið hvort óhætt sé að senda börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki börn sín. Þá eru gefnar út tilkynningar um það, auk þess sem skólarnir leggja sig fram um að hafa samband við foreldra.
English – Warning level 1
Disruption of school operations – parents accompany children to school
There can be disruption of school operations due to weather if staff have difficulty getting to school. In these conditions schools are nonetheless open and receive pupils who can stay there while planned school lessons are supposed to happen. It is very important that parents accompany children to school and on no account leave them until they are in the trusty hands of staff.
If stormy weather gushes over at the end of the school day, an assessment is made as to whether it is safe to send the children home or whether there is reason for parents to collect their children. Announcements are then given out about this, while schools also try and contact parents
Polski – STOPIEŃ OSTRZEGAWCZY 1:
Zakłócenia pracy szkół – rodzice odprowadzają dzieci
Zakłócenia pracy szkół mogą być spowodowane tym, że pracownicy mają problemy z dotarciem do szkół. Niemniej jednak w tych okolicznościach szkoły są otwarte dla uczniów, którzy mogą tam przebywać w czasie trwania planowanej pracy szkoły. Bardzo ważne jest, aby rodzice odprowadzali dzieci do szkoły a one nie pozostawały tam same. Przed wyjściem ze szkoły należy upewnić się czy dzieci są pod opieką pracowników szkoły.
Jeśli warunki pogodowe są złe pod koniec dnia zajęć szkolnych, przeprowadza się ocenę tego czy dzieci mogą same powracać do domu, ewentualnie czy aktualne warunki pogodowe pozwalają na to, aby rodzice mogli przyjść i odebrać swoje dzieci. W takich przypadkach szkoły informują o tym rodziców.