Kæru vinir
Við minnum á kröfur sem stofnaðar hafa verið í banka fyrir Foreldrafélag Ísaksskóla. Ein krafa er stofnuð á fjölskyldu, óháð hversu mörg börn eru í skólanum. Félagsgjöldum er haldið í lágmarki, eða einungis 3500 kr.
Ógreiddar eru 92 kröfur af 233, eða um 40%. Það er einlæg ósk okkar að sem flestir foreldrar sjái sér fært um að greiða félagsgjöld – það er grunnur að góðu starfi Foreldrafélagsins.
Viðburðir á síðasta vetri voru meðal annars:
– Haustfagnaður (veitingar, hoppukastalar, Sirkus Íslands o.fl.)
– Aðalfundur og fræðslufundur
– Leiksýning fyrir jól
– Öskudagur (gjöf, sýning, nammi o.fl.)
– Páskabingó
Ef þið finnið ekki kröfurnar í bankanum látið okkur endilega vita, þær eiga að birtast sem valkröfur.
Vorkveðjur,
Foreldrafélag Ísaksskóla
foreldrafelag@isaksskoli.is