Kæru foreldrar/forráðamenn,
Eins og mörg ykkar urðuð vör við í morgun þá eru miklar framkvæmdir á fótboltavöllunum okkar. Verið er að setja myndarlegan gervigras-battavöll og við hliðina á honum verður minni völlur með mörkum sem á eftir að nýtast þeim yngstu vel.
Í framhaldi af þessum framkvæmdum verður Listasmiðjunni okkar snúið 90? og hún færð lítilsháttar innar á lóðina og önnur ný færanleg kennslustofa kemur við hennar hlið næst Bólstaðarhlíðinni. Þær verða tengdar saman með gangi og utan um gámana verður byggt skýli. Þegar þessum framkvæmdum lýkur verðum við komin með enn stærri Listasmiðju þar sem Ólöf (textil), Björk (myndmennt) og Rosina (heimilisfræði) verða allar með kennslurými fyrir sínar greinar.
Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir