Kæru vinir,
Það sígur hratt á seinnihluta sumarleyfis, hér eru því helstu upplýsingar fyrir haustið.
Skrifstofa Ísaksskóla opnar aftur eftir sumarleyfi föstudaginn 16. ágúst. Ef á þarf að halda er hægt að senda póst á lara@isaksskoli.is
Fyrsti skóladagurinn á nýju skólaári hjá 6-9 ára nemendum verður fimmtudaginn 22. ágúst og fyrsti skóladagurinn hjá 5 ára nemendum verður fimmtudaginn 29. ágúst.
Öll 5 ára börn verða boðuð í viðtal í vikunni á undan og kynningafundur fyrir foreldra 5 ára barna verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 17:30.
Kynningafundur fyrir foreldra 6-9 ára verður þriðjudaginn 3. september kl. 17:30.
Foreldrar og forráðamenn fá sendan póst frá okkur um miðjan ágúst með ýmsum upplýsingum um skólastarfið 2019-2020.
Bæklingurinn Velkomin í Ísaksskóla er aðgengilegur á rafærnu formi hér á vefnum okkar. Í honum er að finna mjög góða samantekt um leik og starf skólans okkar og allar þær helstu upplýsingar sem gott er að hafa í huga við í upphafi skólagöngunnar. [sækja skrá]
Hlökkum til að sjá ykkur í haust,
starfsfólk Ísaksskóla