Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Við höldum upp á hann á morgun, föstudaginn 1. nóvember. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum.
Skipulagsdagur verður föstudaginn 8. nóvember. Athugið að þann dag er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Dagur íslenskrar tungu er laugardaginn 16. nóvember. Við höldum upp á hann daginn áður (föstudaginn 15. nóvember) og fáum góða gesti í hús.
Með mjúkum kveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir