Föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn héldum við upp á Dag íslenskrar tungu, sem haldinn er á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember ár hvert.
Við vorum svo lánsöm að fá Þórarinn Eldjárn í heimsókn af því tilefni, en hann varð sjötugur í ágúst.
Hann hélt stutt erindi á sal skólans og las valin ljóð úr bókunum sínum, en eitt þeirra fjallaði einmitt um Jónas.
Söngdagskrá vikunnar hefur tekið mið af þessum hátíðarhöldum og því gátu börnin sungið lög eftir ýmsa höfunda við ljóð Þórarins til að þakka fyrir mjög ánægjulega stund.