Skóla- og frístundastarf mun raskast á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 á morgun nema brýna nauðsyn beri til.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum (kl. 13:25 hjá 5 ára og 14:10 hjá 6-9 ára) til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á að fullu.
Valur hefur aflýst öllum æfingum á morgun.
Ef einhverjar nýjar upplýsingar berast okkur munum við senda ykkur póst.
Með góðum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla