Í kvöld verður sýnd á RÚV kl. 20:05 heimildarmyndin Ísaksskóli í 90 ár sem frumsýnd var á afmælisári skólans 2016.
Hrefna Hallgrímsdóttir og Bragi Þór Hinriksson unnu að gerð myndarinnar í tæp tvö ár og tókst þeim með ómældri vinnu að fanga brot af sögu skólans frá upphafi til ársins 2016. Margir komu að vinnu myndarinnar og tókst að safna saman ómetanlegum sögulegum verðmætum sem koma til með að ylja um hjarta öllum þeim sem þykir vænt um skólann.
Góða skemmtun,
Sigríður Anna