Kæru vinir,
Í dag sendi Skóla- og frístundasvið frá sér tilkynningu til stjórnenda grunnskóla borgarinnar vegna kórónaveirusýkingar (2019-nCoV) og ferðalaga starfsfólks til ákveðinna smitaðra svæða, sér í lagi Ítalíu (hér er átt við norður héröðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna) og Kína.
Samkvæmt tilkynningunni er ætlast til þess að starfsmenn (og samkvæmt okkar túlkun einnig nemendur) sem hafa ferðast til þessara svæða haldi sig heima í tvær vikur eftir heimkomuna. Enginn starfsmaður hefur verið á N-Ítalíu eða í Kína nýverið.
Með ljúfum kveðjum eftir frábæran öskudag,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir