Nú og á næstu dögum eru margir starfsmenn skóla- og frístundasviðs, foreldrar og börn á faraldsfæti t.d. í tengslum við vetrarleyfi og mikilvægt að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis vegna óvissustigs sem nú er í gildi vegna kórónaveiru (COVID-19).
Minnt er á mikilvægi handþvottar og annarra sýkingavarna https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/sykingavarnir-fyrir-almenning/
Sóttvarnalæknir hvetur einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega þar sem COVID-19 hefur verið staðfest að:
. Fylgjast vel með ferðatakmörkunum og fjöldasamkomutakmörkunum á þeim svæðum og aðlaga ferðaáætlanir eins og þurfa þykir.
. Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni
. Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhreinar.
. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni/hósta.
. Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum.
. Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta og þvo hendur reglulega. Henda skal pappír eftir notkun.
. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.
Ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna eru uppfærðar reglulega og má sjá hér: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39191/Radleggingar-til-ferdamanna
Upplýsingar um skilgreind svæði með smitáhættu eru uppfærð eftir þörfum og má finna hér: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39194/Skilgreind-ahaettusvaedi—Defined-high-risk-areas
Mælst er til þess að farið sé eftir þessum ráðleggingum sem uppfærðar eru eftir ástæðum.
Allar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Embættis landlæknis:
Íslenska: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/
English: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/
Chinese: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/chinese/
Gleðilegt vetrarfrí,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir