Samræmd foreldrakönnun var unnin af Skólapúlsinum í febrúar 2020 fyrir 37 grunnskóla um land allt.
Ísaksskóli tók þátt í könnuninni og var svarhlutfall skólans 81,4. Tilgangur könnunarinnar er að mæla einstaka þætti í skólanum, fá upplýsingar um hverju sé ábótavant og fá staðfestingu á því sem vel er gert.
Það er ekkert sem skiptir okkur meira máli en velferð barnanna sem okkur er treyst fyrir og því er þátttaka í foreldrakönnuninni ómetanlegt hjálpartæki fyrir stjórnendur og starfsfólk í Skóla Ísaks Jónssonar. Allir matsþættir koma mjög vel út og viðhorf foreldra hvergi eins jákvæð.
Niðurstöðurnar eru nú aðgengilegar hér.