Kæru foreldrar/forráðamenn
Nú styttist í stóru stundina og fyrsti skóladagurinn að verða að veruleika. Í fyrramálið kl. 8:30 eiga börnin að fara á sinn stað úti á skólalóð þar sem kennarinn tekur á móti þeim um leið og bjallan hringir inn.
Engir foreldrar/forráðamenn mega koma inn í skólann og við biðjum ykkur um að virða 2ja metra regluna sem aldrei fyrr. Þau börn sem eru sótt frá kl. 14:10-15:00 verða í útiveru á skólalóð. Eftir kl. 15:00 mega foreldrar sækja inn enda fáir að koma á sama tíma að sækja.
Starfsfólk og börn með kvef- eða flensueinkenni koma ekki í skóla- eða frístundastarf og leita eins og áður til heilsugæslunnar og/eða hringja í 1700.
Með haustkveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla