Kæru foreldrar/forráðamenn.
Í söng á sal á nýju ári erum við vön að syngja áramótalögin góðu og 7 ára nemendur sýna okkur álfadansa. Það hefur verið álfaþema hjá þeim síðan í haust í samstarfi umsjóna- og tónmenntakennara og hafa þau meðal annars farið á álfaslóðir í Hafnarfirði undir leiðsögn Bryndísar Björgvinsdóttur þjóðfræðings og mömmu í árganginum.
Til þess að virða allar reglur á þessum skrýtnu tímum ákváðum við að færa dansinn út á skólalóð svo allir gætu verið saman og fagnað nýja árinu eins og við gerum venjulega. Það þarf ekki nema nokkur blys til að búa til töfra og veðrið skipti bara engu máli.
Meðfylgjandi er myndband af þessari töfrastund, njótið vel!
Lykilorð á myndbandið hefur verið sent í tölvupósti til foreldra og forráðamanna.
Bestu kveðjur,
starfsfólk Ísaksskóla