Dagur stærðfræðinnar er 7. febrúar.
Foreldradagur verður miðvikudaginn 10. febrúar. Þann dag fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennarar munu hafa samband við foreldra/forráðamenn og bjóða viðtalstíma á netinu eins og í haust. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku.
Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru mánudaginn 15., þriðjudaginn 16. og miðvikudaginn 17. febrúar. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á:
… bolludag mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti.
… sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall.
… öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma öll vopn heima. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni strax um morguninn svo það er mikilvægt að koma tímanlega í skólann. Eftir skóla tekur frístundin við eins og aðra daga. Við munum fara eftir öllum sóttvarnarreglum og breytum skipulaginu ef við þurfum
Vetrarfrí er mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar. Athugið að þessa tvo daga er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð. Sólbrekka er opin fyrir þau 5 ára börn sem ekki taka vetrarfrí.
Okkar bestu kveðjur,
starfsfólk Ísaksskóla