Síðasti kennsludagur skólaársins er fimmtudagurinn 10. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur fram að skólaslitum sem vegna fjöldatakmarkana verður með breyttu sniði. Við kveðjum hvern árgang fyrir sig með tröppusöng. Að honum loknum fara börnin heim. Engin frístund er að skólaslitum loknum. Vegna fjöldatakmarkana mega að hámarki 2 gestir koma frá hverju barni.
Kl. 12:40 Tröppusöngur 8 ára
Kl. 13:00 Tröppusöngur 5 ára
Kl. 13:20 Tröppusöngur 7 ára
Kl. 14:00 Tröppusöngur 6 ára
Kl: 14:20 Tröppusöngur 9 ára
Sumarskólinn hefst mánudaginn 14. júní.
Með ljúfum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla