Bólusetningardagur barna 6-9 ára er þriðjudagurinn 1. febrúar. Þann dag lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-4. bekk Ísaksskóla kl. 11:00. Þetta á við um alla nemendur hvort sem þeir fara í bólusetningu eða ekki. Foreldrar/forráðamenn sækja börnin sín út á skólalóð klukkan 11:00.
Frístundin opnar síðan kl. 14:10 og verður opin til kl. 16:30. Mikilvægt er að fylgjast vel með þeim börnum sem fara í bólusetninguna.
Foreldradagur verður miðvikudaginn 2. febrúar. Þann dag fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennarar munu hafa samband við foreldra/forráðamenn og bjóða viðtalstíma. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku.
Vetrarfrí er fimmtudaginn 17. febrúar og föstudaginn 18. febrúar. Athugið að þessa tvo daga er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð. Sólbrekka er opin fyrir þau 5 ára börn sem ekki taka vetrarfrí.
Bolludagur verður mánudaginn 28. febrúar. Þá mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti.
Með góðum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla