Kæru vinir,
það ríkti mikil gleði og kátína í skólahúsinu þegar nemendur og starfsfólk héldu Öskudaginn hátíðlegan í dag. Það er langt síðan það hefur verið svona gaman að setja upp grímu, og ólíkt grímunotkun síðustu mánaða og ára, voru grímurnar í dag af öllum stærðum og gerðum og glöddu bæði stóra og smáa.
Búningar dagsins voru fjölbreyttir og má með sanni segja að ótrúlegt hugmyndaauðgi fékk að njóta sín í búningagerð þetta árið.
Hér fyrir neðan gefur að líta smá sýnishorn af búningum starfsfólks Ísaksskóla.
Myndasafn með öllum myndum dagsins má finna á vefnum undir MYNDASÖFN og einnig með því að smella hér