Miðvikudaginn 6. apríl opnuðu nemendur í 6 ára SÓL sýninguna sína, „Sögur, samvera og sköpun“ í Þjóðminjasafninu í tilefni af Barnamenningarhátíð.
Nemendur hafa farið með kennara sínum í Þjóðminjasafnið í hverjum mánuði í allan vetur og fjallað um ólík þemu. Þeir hafa meðal annars lært um fána og skjaldarmerki, ljós og skugga, sjávardýr og fugla, tröll og þjóðsögur, þorra og húsdýr.
Sýningin verður opin fram á sunnudag og við mælum með því að börn og fullorðnir heimsæki hana. Það er frítt inn á sýninguna fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Með bestu kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla