Verkefnið útivinir verður í gangi vetur. Útivinir er verkefni þar sem nokkrir 9 ára nemendur standa fyrir útileikjum á skólalóðinni í frímínútum fyrir yngri nemendur undir handleiðslu kennara.
Foreldradagur er á morgun, þriðjudaginn 11. október. Þann dag fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennararnir hafa þegar haft samband og boðið viðtalstíma. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélag Íslands biður alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 14. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Okkur langar því að hvetja nemendur og starfsfólk Ísaksskóla til að koma í einhverju bleiku í skólann föstudaginn 14. október.
Vetrarfrí er föstudaginn 21., mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. október. Athugið að í vetrarfríinu er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð. Sólbrekka verður opin fyrir 5 ára börn sem ekki taka vetrarfrí.
Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Við höldum upp á hann föstudaginn 28. október. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum.
Vinavika verður 31. október-4. nóvember.
Með hlýjum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla