Kæru vinir,
Við viljum þakka öllum kærlega fyrir komuna á skólaslitin. Það var tilhlökkun í loftinu og vonandi fallegt og hlýtt sumar handan við hornið. Myndaalbúm tileinkað skólaslitunum er komið á vefinn og má sjá með því að smella hér
Sumarskólinn hefst mánudaginn 12. júní og verður starfræktur til og með miðvikudagsins 19. júlí.
Skrifstofa skólans er opin til og með föstudagsins 16. júní og opnar aftur miðvikudaginn 16. ágúst.
Fyrsti skóladagurinn á nýju skólaári hjá 6-9 ára nemendum verður þriðjudagurinn 22. ágúst og fyrsti skóladagurinn hjá 5 ára nemendum verður þriðjudaginn 29. ágúst.
Öll 5 ára börn verða boðuð í viðtal í vikunni á undan og kynningafundur fyrir foreldra barna í öllum árgangum verður haldinn í upphafi skólaárs.
Foreldrar og forráðamenn fá sendan póst frá okkur um miðjan ágúst með ýmsum upplýsingum um skólastarfið 2023-2024.
Með sumarkveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla