Foreldradagur verður þriðjudaginn 10. október. Þann dag fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennararnir munu hafa samband og bjóða viðtalstíma. Athugið að á foreldradegi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð né Sólbrekku.
Skipulagsdagur verður miðvikudaginn 11. október. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélag Íslands biður alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 20. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Okkur langar því að hvetja nemendur og starfsfólk Ísaksskóla til að koma í einhverju bleiku í skólann föstudaginn 20. október.
Vetrarfrí er fimmtudaginn 26., föstudaginn 27. og mánudaginn 30. október. Athugið að í vetrarfríinu er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð. Sólbrekka verður opin fyrir 5 ára börn sem ekki taka vetrarfrí.
Vinavika verður 31. október-4. nóvember.
Með haustkveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla
Athugið að í fréttinni stóð fyrst að bleikur dagur væri 13. október – Réttur dagur er 20. október og fréttin hefur verið uppfærð skv. því.