Fyrsti sunnudagur í aðventu er 3. desember. Við kveiktum á fyrsta kerti aðventukransins föstudaginn 1. desember.
Kirkjuferð er miðvikudaginn 6. desember. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 stundvíslega. Börnin eiga að vera klædd eftir veðri og gengið verður til kirkju fljótlega eftir að hringt er inn, 5 ára bekkirnir fara fyrstir og síðan koll af kolli. Kirkjubekkir eru fráteknir fyrir hvern bekk skólans. Aðstandendur eru velkomnir í kirkjuna en taka sér sæti aftan við börnin í kirkjunni og á hliðarbekkjum.
Sr. Davíð Þór tekur á móti börnunum í anddyri kirkjunnar. Við sjáum sjálf um stundina í kirkjunni, Ingibjörg Hrönn kennari verður með hugvekju og Sunna Karen leikur undir sönginn.
Jólasveinahúfudagur verður föstudaginn 15. desember. Þá mega allir nemendur koma með húfuna í skólann.
Litlu jólin eru þriðjudaginn 19. desember í skólastofum. Þann dag er venjulegur kennsludagur en nemendur mega koma með smákökur og drykkjarföng í fernum (röradrykk) í aukanesti. Ekkert gos er leyfilegt.
Jólatrésskemmtanir eru miðvikudaginn 20. desember. Hið fyrra frá kl. 10:00-11:30 (mæting kl. 09:45) og hið seinna frá kl. 12:00-13:30 (mæting kl. 11:45). Nemendur safnast saman í skólastofunum sínum og ganga svo með sínum kennara að trénu í salnum. Engin kennsla eða gæsla er þennan dag og því miður er ekki pláss fyrir foreldra eða vini á þessum jólatrésskemmtunum.
Kl. 10:00-11:30
5 ára BVK
5 ára BP
6 ára EE
6 ára MOH
7 ára IHJ
8 ára SÓL
9 ára KF
Kl. 12:00-13:30
5 ára HEH
5 ára SÁR
6 ára ÞEK
7 ára DSI
7 ára MBD
8 ára ALH
9 ára EBH
Opið verður í Sólbrekku (fyrir 5 ára börnin sem ekki byrja í jólafríi strax) 21.-22. desember. Lokað verður á milli hátíðanna.
Skólahald hefst á ný fimmtudaginn 4. janúar 2024.
Gleðilega aðventu,
starfsfólk Ísaksskóla