Álfadans 17. janúar 2025

Stiginn var álfadans í söng á sal í morgun þar sem snillingarnir okkar í 7 ára dönsuðu nýja árið inn af krafti og innlifun. Tendruð voru blys á lóðinni í kjölfarið og voru söngfuglarnir í tröppunum agndofa yfir ljósadýrðinni.

Góða og gleðilega helgi
Starfsfólk Ísaksskóla