Skóli Ísaks Jónssonar | ||
---|---|---|
Heimilisfang: | Bólstaðarhlíð 20 | |
Sími: | 553 2590 | |
Bréfasími: | 553 4600 | |
Kennitala | 600269-4889 | |
Netfang | isaksskoli[hjá]isaksskoli.is | |
Skólastjóri | Sigríður Anna Guðjónsdóttir | siganna@isaksskoli.is |
Skrifstofa | Lára Jóhannesdóttir | lara@isaksskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin virka daga frá kl 8:00 – 16:00
Upplýsingar um skólagjöld má finna hérna
Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu 5 ára barna og menntun yngstu nemenda grunnskólans frá stofnun hans árið 1926. Skólinn fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og því er Aðalnámskrá grunnskóla og Aðalnámskrá leikskóla það leiðarljós sem fylgt er við gerð skólanámskrár.
Fjöldi nemenda í hverjum bekk er að jafnaði 17 – 21, en geta þeir í einstökum tilfellum verið færri eða fleiri.
Það er meginmarkmið Skóla Ísaks Jónssonar að vera ávallt í fremstu röð grunnskóla í landinu á yngsta aldursstiginu. Nemendur í 4. bekk hafa almennt staðið sig vel á samræmdum prófum og að jafnaði verið yfir landsmeðaltali.
Skólinn leggur metnað í kennslu í íslensku og stærðfræði. Auk þess er lögð rík áhersla á tónlist og myndmennt, leikfimi og útiveru.
Í skólanum er lögð áhersla á söng. Nemendur læra nýja söngtexta í hverri viku. Samsöngur nemenda í sal skólans er tvisvar í viku og eru foreldrar velkomnir.
Í skólanum eru heilbrigðir lífshættir hafðir að leiðarljósi. Lögð er áhersla á jákvætt lífsviðhorf og að styrkja sjálfsmynd barnanna. Við viljum mæta börnunum þar sem þau eru stödd og markvisst leiða þau áfram í átt til aukinnar færni og þroska.
Faglegur metnaður er í fyrirrúmi í skólastarfinu. Við leggjum áherslu á að kenna nemendum markviss og öguð vinnubrögð og við viljum hafa vinnufrið í skólastofunni.