Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið og samveruna á liðnu ári. Framundan eru skemmtilegir skóladagar og við hlökkum til að hitta ykkur endurnærð eftir fríið á mánudagsmorgun kl. 8:30.
Janúar í Ísaksskóla
Fyrsti skóladagurinn á nýju ári er mánudagurinn 5. janúar kl. 8:30.
Föstudaginn 9. janúar syngjum við áramótasöngva í söngstund á sal.
Þorragleði verður föstudaginn 23. janúar. Þann dag mega allir koma í lopapeysu eða þjóðlegum klæðnaði. Í söng á sal verða þorralög sungin og eftir söngstund fá börnin að smakka þorramat.
Skipulagsdagur er mánudaginn 26. janúar.
Þemadagar verða miðvikudaginn 28., fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. janúar. Þessir dagar eru venjulegir skóladagar en uppbrot verður á allri kennslu að hluta til.
Með góðum kveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla