Kæru foreldrar/forráðamenn.
Nágranni okkar hér í Ísaksskóla hafa haft samband við okkur og lögregluna vegna umferðar við skólann á morgnana. Hann er áhyggjufullir yfir umferðaöngþveitinu og hættunni sem skapast af of hröðum akstri hér fyrir utan á morgnana. Hann sendi fjölda mynda með af bílum sem lagt er upp á gangstéttum, við gangbrautir og á gönguleiðum. Til að allt gangi sem best fyrir sig bendum við á að hægt er að leggja á stóra stæðið hjá Kennaraháskólanum í morgunsárið ef öll stæðin okkar eru í notkun. Skrefin verða aðeins fleiri og öryggi okkar allra tryggt.
Okkar bestu kveðjur,
starfsfólk Ísaksskóla