Í dag hafa nemendur í 5 ára verið í samtals hundrað daga í Ísaksskóla. Til að halda upp á þessi merku tímamót bjuggu nemendur til kórónur og fóru í skrúðgöngu um skólann.
Í salnum var búið að koma upp tveimur stöðvum. Á stöðvunum var að finna tíu tegundir af alls kyns góðgæti. Nemendur fengu poka og settu í þá tíu stykki af hverri tegund og náðu því að næla sér í 100 stykki af alls konar góðgæti.
Nemendur fengu líka að bragða á 100 daga súkkulaðiköku og rann hún ljúflega niður.