Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar 2015

Kæru foreldrar/forráðamenn og starfsmenn,

Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar var haldinn í gær, þriðjudaginn 14. apríl. Skólanefnd næsta starfsárið er óbreytt þar sem Páll Harðarson fulltrúi foreldra og Jónas Þór Guðmundsson varamaður hans voru endurkjörnir.

Lára Jóhannsdóttir var kosin sem fulltrúi starfsmanna og Herdís Þórsteinsdóttir varamaður hennar. Jóhann Örn Þórarinsson fulltrúi foreldra og Erna Björk Hasler varamaður hans sitja áfram.

image

Fyrir hönd Ísaksskóla þakka ég skólanefnd fyrir vel unnin störf í þágu skólans og hlakka til áframhaldandi samvinnu og samstarfs. Það er ómetanlegt fyrir skólann að njóta krafta jafn frábærra einstaklinga. 

Fundargerð ársfundarins ásamt ársreikningi 2014 munu liggja frammi á skrifstofunni minni næstu vikur til skoðunar.

Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir