Föstudagurinn 1. maí er almennur frídagur.
Grænn dagur er laugardaginn 9. maí. Þetta er ,,útikennsludagur" þar sem foreldrar, nemendur og starfsmenn vinna saman að því að fegra skólalóðina okkar. Við mætum kl. 11 og hefjumst handa við vorverkin og að þeim loknum hefst Vorhátíð foreldrafélagsins þar sem margt skemmtilegt er í boði og verður auglýst betur í vikunni.
Leikjadagar verða miðvikudaginn 13. og föstudaginn 15. maí. Seinni daginn er farið á Klambratún með 6-9 ára nemendur og farið í leiki sem leikfimikennarar skipuleggja. 5 ára nemendur fara í skipulagða leiki á skólalóðinni á sama tíma. Fyrri daginn læra allir bekkir nýja leiki undir handleiðslu leikfimikennara.
Laugardalurinn/Klambratún Með dags fyrirvara í síðustu skólaviku er farið í gönguferð. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 og komið til baka um hádegið. Nemendur koma með sparinesti og röradrykk að heiman í litlum bakpoka eða tösku. Ekki má koma með sælgæti eða gosdrykki. Allir þurfa að vera klæddir eftir veðri og muna að koma í góðum skóm.
Uppstigningadagur er fimmtudaginn 14. maí og er almennur frídagur.
Annar í hvítasunnu er mánudaginn 25. maí og er almennur frídagur.
Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 5. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur. Skólaárinu lýkur með skólaslitum kl 13:30 og þá er foreldrum/forráðamönnum velkomið að koma og hlýða á tröppusöng. Að honum loknum fylgja börnin kennara sínum inn í skólastofu og kveðja þar. Engin gæsla er að loknum skólaslitum.
Sumarskólinn hefst þriðjudaginn 9. júní.