hér kemur yfirlit yfir það helsta sem er að gerast hjá okkur í októbermánuði:
Sundið er komið í frí. Fyrsti sundtími eftir fríið er þriðjudaginn 29. október.
Vinavika verður 30. september – 4. október
Þemadagar verða þriðjudaginn 15., miðvikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. október.
Vetrarfrí er föstudaginn 18. október, mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. október.
Athugið að þessa þrjá daga er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Einstaklingsviðtöl foreldra við kennara verða dagana fyrir vetrarfrí. Kennarar munu hafa samband við foreldra og bjóða viðtalstíma.
Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Við höldum upp á hann föstudaginn 25. október. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum.
Góðar kveðjur.