Árlegir atburðir sem Foreldrafélag Ísaksskóla stendur fyrir eru m.a. eftirfarandi:
Haustfagnaður:
Haustfagnaður á skólalóðinni þar sem boðið er upp á ýmisskonar skemmtun ma. hoppukastala, andlitsmálningu ásamt léttum veitingum.
Árbæjarsafn:
Á hverju ári er haldin jólastund í Árbæjarsafni þrjá 1. , 2. og 3. í aðventu. Foreldrafélag Ísaksskóla býður nemendum skólans og fjölskyldum þeirra afsláttarmiða á jólastund safnsins.
Öskudagur:
Á Öskudag er venjulegt skólahald fram að hádegi. Eftir hádegisfrímínútur tekur Foreldrafélags skólans við þar sem boðið er upp á sýningu og skemmtun á salnum og kötturinn sleginn úr tunnunni í kjölfarið.
Páskabingó:
Foreldrafélagið býður upp páskabingó á ári hverju skömmu fyrir páskaleyfi. Bingókvöldin eru tvö og skiptast nemendur skólans jafnt milli kvölda.
Reynt er eftir bestu getu að halda þessa viðburði, eftir því sem sóttvarnarreglur og takmarkanir leyfa hverju sinni.